30 May 2012

Think outside of the box

Eins og þið öll vitið sem þekkið mig gleður fátt meira en falleg hús og falleg hönnun. Vanalega er ég ekki mjög hrifin af hönnun/arkitektúr þar sem hönnuðurinn/arkitektinn hefur dottið í einhvern flippgír en það er eitthvað við þetta hús sem lætur vorlaukana blómstra og sólina skína.

Þessi hugmynd er brilliant og ég gæfi mikið fyrir að fá að kíkja einn hring. Það er ekki nóg með útlitið, heldur er húsið staðsett á einni eyju Bermúda. Uuu jájá ég skal kíkja!

Bernardo Rodrigues, þú ert snillingur. Takk fyrir að hafa skemmtilegt hugmyndaflug. Þú býður mér kannski með næst!
Myndir fengnar í óleyfi frá Dezeen

Þetta er kannski ekkert alveg praktískasta hönnunin í bransanum en hlutirnir mega líka vera skemmtilegir stundum.

P.s. mig langar 2x í viku að fara læra arkitektúr............en er það nóg?

ER

No comments: