08 July 2012

Minnehaha!

Tiltölulega nývöknuð eftir yndislegt systrastopp í Minneapolis. Við gerðum held ég meira á 1,5 degi en ég hefði nennt að gera á viku (verslunarlega séð...eh). Það var því mjög gott að sofa eftir lendingu í morgun. Myndir voru af skornum skammti sökum lítils tíma en þetta var það sem ég taldi merkilegt:
Jamba Juice í morgunmat. Kynntumst þessu í San Diego hjá Ragnari og Ester og þá var ekki aftur snúið. Mmm!
Búið að skipuleggja mollið frá A-Ö. Let's do this!
Yndislegi ferðafélaginn minn. Uppáhalds þessi!
Nývaknaðar eftir þrumu- og eldingaglaða nótt (þá brosum við eins og sækópatar og erum með lappir úr leir).
Þessi stoppustöð er það fyndnasta sem ég veit. Gat ekki annað en hlegið þegar röddin í lestinni segir: Next stop, Minnehaha (hahahaha).

En í stuttu máli, Minneapolis er borg sem er fínt að hafa komið til, en ég tel ekkert dagana þar til ég fer aftur. Við sáum náttúrulega bara brotabrot en það sem við sáum var mikið af heimilislausu fólki og Ameríkufeitu fólki. Kíktum einnig í Target eftir kvöldmat og það er svipað skrautlegt og Wall*Mart eftir miðnætti...

Ég hef komist að því að af þeim borgum sem ég hef komið til í USA er Boston mín uppáhalds, enginn vafi á því (San Diego fylgir þó fast á hæla hennar).

ER

4 comments:

ester said...

What.. Boston betri en San Diego?!?
P.s. Hi-5 á Jambadjúsinn.. fenguði ykkur ekki Macha Green Tea? xx

Anonymous said...

Veistu ekki neitt?!? Downtown kannski skemmtilegra og vegur þungt hjá þér....en samt engin strönd :( og enginn In-n-Out.


Þetta er ótrúlega langur listi fyrir einhverja sem á alltof mikið!

Telma Fjalars said...

Ohh svo sammálaaa! Boston er lang lang best, en þú færð milljón rokkprik fyrir þennan sjuklega langa búðalista;))

EddaRósSkúla said...

Ester: Já, ég er algjör Boston lover!
Ragnar: Enga stæla.
Telma: Takk fyrir heimsóknina og já búðalistar eru bestir ;)