06 July 2012

Tomorrow, tomorrow, I love you!

6. júlí. Vinna.
Á morgun ætla ég að vinna mér leiðina inn í Minneapolis. Sem sagt, ætla vinna á leiðinni þangað. Hef aldrei komið til Minne (eins og fólkið kallar hana oft í bransanum) og er því mjög spennt. Gleði mín er enn meiri þar sem ég fæ að taka litlu systur með og því verður þetta heljarinnar kósýferð!

Mér sýnist á öllu að við leggjum leið okkar í Mall of America og skipulagsfríkið ég er búin að skella öllum búðunum þar í word skjal, delete-a þeim búðum sem ég þarf ekki á að halda og flokka þær sem ég ætla í, eftir staðsetningu. Var að spá í að flokka þær enn betur eftir tegundum, en þá hvíslaði litla flugan á öxlinni: Róa sig!

Minneapolis, á morgun verð ég þín...
Hvernig er það, er ég nokkuð orðin of gömul í tækin?

Aldrei!

ER

4 comments:

ester said...

dreeeptu mig! Ég verð með ykkur í huganum.. fáið ykkur nú smá cheesecake fyrir mig ;)

Thelma Rún said...

úúú kannski þú sýnir okkur hvað þú keyptir í minne:) kv. Thelma Rún

EddaRósSkúla said...

Mikið var gott að hafa þig hjá okkur í huganum Ester ;)

En já Thelma, ég hendi því inn jafnóðum. Takk fyrir að kíkja í heimsókn :)

Thelma Rún said...

Já hlakka til að sjá;)

Endilega kíktu við hjá mér:
www.hring-eftir-hring.blogspot.com

kiss kiss