02 July 2012

New and improved!

Ég er að spá í að gerast gagnrýnandi á hlaupa "öpp" í símann. Grín.

Var að ná í nýtt sem heitir Nike + Running. Prófaði það í kvöld og náði 6,3 km! Hvort það hafi verið appið sjálft, góða skapið, veðrið eða líkamlegt ástand get ég lítið sagt til um, en það kemur ekkert annað til greina en að ég haldi áfram að nota þetta upp í 10 kílómetrana...og svo 21 km...og...nei nú segi ég stopp.

Ég er svo hrikalega ánægð, loksins loksins. Stelpan sem hataði að hlaupa og varð móð upp eina brekku. Þetta er víst hægt eftir allt saman.

Það hefur farið eitthvað lítið fyrir update-i á couch to 10 k appinu sem ég var að nota, en ég tek það með inn á milli. Þar hleypur maður og labbar til skiptis en svo er gott að fara út bara til að hlaupa.

Hvaða tíma dags finnst ykkur best að fara í skokk/hlaup?


ER

1 comment:

Anonymous said...

Í draumi milli 1 og 7