30 July 2012

Sleepless in Seattle pt. 2

Seattle er æðisleg. Hún er langt í burtu, hrikalega kósý í góðu veðri, skartar alls kyns furðufuglum og troðfull af menningu. Borgin er jú að sjálfsögðu þekkt fyrir heimsfræga tónlistarmenn...svona svipað og Kef city. Þegar ég fór þangað 2006 skoðuðum við Space Needle og því ákvað ég að vera ekkert að eyða tíma í að fara þangað aftur. Í staðinn nutum við sólarinnar, markaðarins og ég fékk loks að sjá eitt furðulegasta og ógeðslegasta listaverk borgarinnar.

Eina sem ég hefði viljað bæta við útsýnistúrinn var EMP safnið eftir Gehry (google it!). Það verður næst...


Það var vel hugsað um okkur


Yndislega áhöfnin mín, Guðmunda, Nína og Birna Katrín


Hugmyndaríkir borgarbúar höfðu málað trén í neon bláu


Hvar er Valli? Fólk hélt að ég væri partur af trjágjörningnum...vandræðalegt.


Við höfðum ekkert annað að gera en að hanga með þessum elskum, það kjaftaði á þeim hver tuskan!


Nína ánægð með ísteið á Cheesecake


Svona á morgunmatur að vera...alla daga!


Fyrir ykkur sem eruð búin að bóka flug...þá er nýbúið að opna city Target. Go crazy...


Markaðurinn, hinn eini sanni


Aðalaðdráttarafl markaðarins, fiskigæjarnir


Við fengum að vera túristar í 1 mínútu...og tókum það alla leið!


Sums staðar eru ávextir alveg ferskir...og héldust þannig þar til heim var komið!


Kyssti svínið og beið eftir að það breyttist í prins...fattaði svo að það hefði átt að vera froskur. Mikilvægt að rugla þessu ekki saman. Svínið lifnaði ekki við! (+ að ég þóttist bara kyssa það, þið vitið)


Fyrsti Starbucks opnaði þarna 1971, röð út um dyrnar.


Ég pantaði mér að sjálfsögðu frappó í þeirri von um að það yrði himneskt á fyrsta Starbucks staðnum (sem það var ekki). Þetta fékk starfsmaðurinn út úr nafninu mínu þegar ég sagði: Edda. Í alvöru?


Ógeðishápunktur ferðarinnar


Market Theatre Gum Wall


Litrík grýlukerti


Nínu fannst veggurinn alls ekkert ógeðslegur, þar til hún datt utan í hann haha!

That's it folks! Það er ýmislegt hægt að gera í stórborg á einum sólarhring...

ER


4 comments:

Anonymous said...

Flottar myndir Edda mín:)

Anonymous said...

Ú skemmtileg færsla! Ég vil svona eftir hvert layover frá þér! ;) en hey, fékkstu ekki örugglega háloftakveðjuna frá mér??

Kv. LGM

Nína said...

Lovely!!
Ó hvað það var skemmtilegt hjá okkur, magnað líka hvað við vorum duglegir túristar á stuttum tíma!

Takk fyrir skemmtilega ferð!

Knús
Nína

EddaRósSkúla said...

Takk sömuleiðis yndi, við vorum túristar par exelans :)