28 August 2012

Er ekki alveg örugglega árið 2012?

Ég hef lengi vel verið að velta fyrir mér kúgun og niðurlægingu í samböndum/hjónaböndum og hef orðið svo ótrúlega oft vitni að slíku síðustu ár. Þá á ég í flestum tilfellum við e-ð sem ég verð vitni að í vinnunni minni. 

Hvað gerir maður þegar maður verður vitni að hjónum/pari á veitingastað á næsta borði, þar sem maðurinn svoleiðis drullar yfir konuna sína, kallar hana spikfeita (sem hún nota bene var alls ekki), heimska og einskis virði?

  Hvað gerir maður þegar maður afgreiðir hjón og maðurinn blótar konunni sinni fyrir að vera ömurleg í stærðfræði, hverslags hálfviti hún sé og segist vera mikið klárari en hún (fyrir framan börnin þeirra og afgreiðslufólkið)?

Í bæði skiptin varð mér allavega flökurt. Það munaði svo miklu að ég hefði skipt mér af, reynt að koma vitinu fyrir konunni og spurt manninn afhverju honum liði svo illa. Enn...er það mitt að skipta mér af? Kannski ekki, en hvernig liði þér að verða niðurlægð/-ur af maka fyrir framan almenning? Er það bara eðlilegt?

Ég hef svo oft pælt í þessu, afhverju einhver láti svona framkomu viðgangast. Auðvitað hugsar maður með sér að ég væri ekki lengi að koma mér úr svona aðstæðum, það vill enginn lifa svona. En meðvirkni getur verið ansi áhrifarík og tekið yfir manneskjunni. Það er eitthvað innra með henni (manneskjunni aftur, sama hvort það sé kvk eða kk) sem segir henni að þetta sé kannski bara í lagi...hún byrjar að sætta sig við ákveðna hegðun frá maka og telur sér trú um það á hverjum degi að þetta sé kannski ekkert svo slæmt. Samt sem áður reynir hún að fela vanlíðanina fyrir börnunum sínum. Eðlilegt?

Mér finnst þetta mjög algengt hjá Ameríkönum, ss amerískum karlmönnum. Þeir eru svo miklir húsbóndar á sínu heimili og hafa alla stjórn yfir fjárhagnum og hvernig hverri krónu er eytt. Konurnar virðast hafðar sem húsmæður í vinnu og fá skammtaðan vasapening. Bara í sumar hef ég nokkrum sinnum orðið vitni að svona hegðun...ugh!

Ég gæti haft þennan póst svo mikið lengri en stoppa hér. Það kemur kannski frekar meira seinna.

ER

No comments: