16 September 2012

Once a friend, always a friend

Linnea (Svíþjóð) og Akiko (Japan)

Mikið sakna ég þeirra!

Það er ótrúlegt að ég hafi árin 2007 og 2008 verið með þessum stelpum á hverjum einasta degi og ég hef ekki nema einu sinni hitt þær síðan þá. Einu sinni. Samt sem áður þegar ég tala við þær þá er eins og við höfum hist í gær.

Þetta þýðir bara eitt. Ég þarf að fara bóka ferð til Sverige og Japan. Mig dreymir um Tokyo og Kyoto og að kynnast fleiri Japönum, því það er sú þjóð sem ég hef mikið dálæti á.

Japanir eru sú kurteisasta þjóð sem ég veit um. Þeir eru ótrúlega agaðir, tala ALDREI illa um aðra og gera allt svo fólkinu í kringum þá líður vel. Sem sagt, gull af fólki! Held að okkur Íslendingum veitir ekki af að taka þá til fyrirmyndar. (Smá útúrdúr)

Japanir for the win!

ER


No comments: