02 October 2012

Með fallegri hönnun skal hótel byggja

Jæja, nýkomin heim frá Washington D.C. Lenti í heljarinnar fínu vöfflukaffi hjá Obama Bahama og fólk var almennt hresst í húsinu Hvíta. DC er yndisleg borg og ég naut mín sérlega vel í Georgetown. Kynntist vinnustelpunum mínum enn betur og er ekkert smá heppin með vinnufélaga. Eina sem ég set út á borgina er dónaskapur flugvallastarfsfólks, en ég get svo sem ekki kennt borginni um það?

Við vorum á hóteli aðeins fyrir utan DC eða í Virginíu fylki, rétt hjá Dulles flugvellinum. Hótelið heitir Courtyard Marriott og skoraði hátt í hótelgagnrýni minni. Lobbýið var mjög skemmtilega hannað, starfsfólkið var yndislegt og skutlaði okkur út um allt nánast, í morgunmat gátum við keypt okkur ferskan og hollan smoothie og herbergin voru mjög rúmgóð og fín. Mæli með þessu hóteli!






Tók þessar myndir í lobbýinu, mér sýnist samt allt á öllu að ég hafi verið e-ð skjálfhent við myndatökuna þar sem þær eru nánast úr fókus. Varð samt að sýna ykkur myndirnar, þannig vonandi getiði hrist hausinn örlítið svo myndin detti í fókus!

Fyrsta Ameríkuferðin þar sem ég keypti fyrir heimilið, handklæði, rúmteppi og pottaleppa, svo fátt eitt sé nefnt. Flyt svo í menninguna á miðvikudaginn...ííík ég er svo spennt!

Svo að sjálfsögðu fengu nokkrar flíkur að fljóta með til Íslands...en ekki hvað.

Eigiði góða viku elsku lesendur, 
ykkar, 
Edda Rós

2 comments:

Helga Dagný said...

Bíddu bíddu, núna fer sko alveg að koma tími á skype, greinilega nóg af fréttum sem ég er búin að missa af ;)

EddaRósSkúla said...

Haha já ég held það sé löngu kominn tími á góðan skypefund :)