25 November 2012

Kertakósý vol 2

Ég sagði ykkur um daginn að ég ætlaði í IKEA. Það gerði ég svo sannarlega og missti mig aðeins í jóladóti. Ég er forfallinn kertaelskandi og fékk þessi ótrúlega fínu kerti þar (ásamt skrautinu).


Ég setti færslu hingað inn fyrir e-u síðan þar sem ég skreytti þennan bakka (fyrir ofan) með misstórum kertum og steinum í kring. Það gladdi mig svo mjög að sjá að þeir hafa ákveðið að gera það sama til að skreyta hjá sér í IKEA. Það er svo gaman hvað það er hægt að nota þennan bakka í margt, skreyta með mismunandi kertum og mismunandi skrauti í kring. Mæli með að þið prófið ykkar eigin útgáfu. Held það væri líka fallegt að kaupa rauð misstór kerti og skreyta með könglum og greni eða ljósaseríu sem gengur fyrir batteríi (og er það lítil að hún passar á bakkann).


Svo gat ég ekki annað en hent þessum krúttlegu kertum í körfuna. Ég kveikti bara á þeim til að geta tekið mynd fyrir ykkur (no joke). Ég tími ekkert að hafa kveikt á þeim fyrir ekkert tilefni. Skrautið í kring er nú bara mix af jólakúlum en ég á jafnvel eftir að útfæra þetta e-ð aðeins betur...jafnvel.

Ég elska að hafa kveikt á kertum í skammdeginu, það gerir allt svo miklu meira kósý og notalegra (sem er sennilega þýðing á orðinu kósý, merkilegt nokk!).

Vonandi byrjar vikan ykkar vel elsku lesendur, 

ykkar, 
Edda Rós

2 comments:

Heiða Rut said...

Ég er algjör kertafíkill líka. Hef þó þurft að fórna flestum ilmkertum fyrir kæró sem þolir þau illa, það var erfitt að velja á milli..
Þú kveikir nú á hjartakertunum á litlu jólunum okkar, fínasta tilefni ;)

Valgerður said...

haha sammála Heiða, minn er oft að pirra sig yfir kertastússi..