21 November 2012

Mánudagspælingin á miðvikudegi

Mitt uppáhalds orðtak og líklegast eini textinn sem ég myndi fá mér húðflúraðan (ef einn daginn ég hætti að hræðast nálar) er:

"Everything happens for a reason"

Alltaf tekst mér að draga þessa setningu upp úr rassvasanum ef vel eða illa gengur. Ef hlutirnir fara öðruvísi en ég hafði planað, þá japlar hugurinn á þessu með morgunmatnum, hádegismatnum og jafnvel kvöldmatnum ef ég er treg.

Ég trúi því svo innilega að allt gerist af ákveðinni ástæðu. Sennilega trúi ég jafn mikið á þetta og karma og Guð (fyrirgefið mér þið sem eruð strangtrúuð, veit þið verðið ekki ánægð með mig núna). Einhvern veginn held ég að líf okkar allra sé fyrirfram ákveðin saga með milljón eyðufyllingum. Söguþráðurinn hefur verið saminn en svo er það okkar að skreyta hann að vild. Það erum við sem ákveðum hvernig við tökumst á við hlutina, það gerir það enginn fyrir okkur. Ég hef og hef alltaf haft óbilandi trú á okkur mannfólkinu og kýs að sjá það besta í öllum. Því miður fæ ég stundum "reality check" þar sem þessari trú er feykt út í veður og vind. Það ERU ekki allir góðir og það HAFA ekki allir sömu hugmyndir um hlutina og hvernig við komum fram hvert við annað. Punktur. (3 punktar í röð, pæliði í því!)

Ég er snillingur í að byrja að röfla út fyrir efnið en mín helstu skilaboð eru þessi:


Við kynnumst fólki af einhverri ástæðu (ekki bláköld staðreynd en það sem ég trúi). Ýmist er ástæðan sú að þessi ákveðna manneskja er komin inn í líf þitt til að vera (fæðumst inn í ákveðna fjölskyldu, eignumst ákveðna vini o.s.frv.) eða ástæðan er sú að manneskjan kemur inn í líf þitt og staldrar við í styttri tíma. Þess konar kynni er eitthvað sem við eigum að læra af, hafa ýmist góð áhrif á okkur eða slæm, leyfa okkur að ákveða sjálf hvernig við tökumst á við þau og því sem þeim fylgir. 

Ef manneskja hefur slæm áhrif á okkur, þá stoppar hún stutt í okkar skrifuðu sögu, en við getum alltaf tekið eitthvað gott frá þeim kynnum og lært af reynslunni. 

Ef manneskja hefur aftur á móti góð áhrif á okkur, þá gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að halda þessari manneskju í lífi okkar. Hvernig við gerum það, er undir okkur komið.

Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera umkringd fólki sem mér þykir vænt um. Ég tel mig vera góðan mannþekkjara og vel fólk sem ég vil kynnast af kostgæfni. Auðvitað mistekst mér eins og öðrum, en í dag er ég mjög sátt.


Reynum að forðast rotin epli...þau eru alltaf til staðar og leynast á hinum ýmsu stöðum. Það eru ekki allir jafnfallegir að innan sem utan.

Mánudagspælarinn OUT, 

ER

5 comments:

Hafdís said...

Mikið er ég sammála þér með þennan pistil! Ég hef alltaf trúað því líka að það er allt búið að ákveða fyrirfram fyrir okkur!

Anonymous said...

Þar sem ég persónulega er meira svona þriðjudagspælari þá finnst mér vera önnur hlið á þessu máli. Ef að við myndun gera ráð fyrir að ,,allt sé ákveðið fyrirfram" sé mengi þá nær þetta mengi ekki yfir úrtakið ,,rafboð í heilanum" sem veldur ákvörðunartöku á hverju einasta augnabliki. Með því að halda því fram að allt sé ákveðið fyrirfram er í raun verið að segja að það sé einhver (Guð, Allah, Ra...ACHMED) sem tók þessar ákvarðanir áður en heimurinn varð til nema hvað að áður en heimurinn varð til þá var tómaróm og í tómarómi er andefni. Þannig að þín kenning er í raun að það hafi verið einhver alvaldur sem var til úr andefni?

Annað í þessu er að manneskjur fjarlægja yfirleitt aldrei rotnuðu eplin í burt því þessi rotnuðu epli hafa eiginleika sem önnur heilbrigð epli hafa ekki (og kæra sig oft ekki um) t.d. myglu sem pencillin er búið til úr

Kv. slefsky

Valgerður said...

ok lol!! .... Ástrós??

p.s. það er svo erfitt að kommenta hjá þér, ég næ aldrei þessum stöfum strax sem eiga að sanna að ég sé ekki vélmenni.

EddaRósSkúla said...

Haha Slefsky mín, rólex!

En já grilla mín ég ætla fara í málið að reyna taka þetta út, gengur ekki svona að fólk þurfi að klífa Everest til að tjá sig!

Unknown said...

Þessi pistill er æði og margt satt sem þú segir:) en ég tel mig vinna hart og ákveðið að því sem ég vil fá út úr lífinu. Ég er ekki viss um að felst sé fyrirfram ákveðið heldur bý ég til mína eigin sögu:)
Það er alltaf gaman að kíkja við hjá þér! Svo einlæg og skemmtileg:)

kv.Thelma Rún

www.hauteparure.blogspot.com