19 March 2013

The oldest I've ever been...

Góhóðan dag elsku vinir og lesendur!

Ég datt bara aðeins út, út úr netheimum, út úr bloggrúntinum, út úr sambandi við alheiminn...já það er svona, þegar athyglin fer að beinast að öðru. Ég kvarta reyndar alls ekki, en það var og er ekki fallegt af mér að gleyma ykkur, viðurkenni það.

Í fyrsta lagi er ég komin í nýja vinnu. Fór frá Icelandair og yfir í markaðs- og sölumál í Bláa Lóninu (sem hefur verið einstaklega skemmtilegt sérstaklega síðustu daga!). Ég á eftir að sakna þess helling að fljúga ekki í sumar en það kemur sumar á eftir þessu. Ég er allavega virkilega spennt fyrir því sem ég er komin í og alveg klárlega á réttri hillu. Einu skrefi nær framtíðarmarkmiði meira að segja!

Það hefur nú fleira drifið á mína daga síðan ég yfirgaf ykkur...enn eitt árið bættist við í kladdann! Já, viti menn, 26 ára dama. Það er ég!

Aldrei hef ég verið viðkvæm fyrir aldrinum, ég fatta ekki hvað þetta er í fólki. Það flissa alltaf allir og komast hjá því að segja til aldurs. Er það eitthvað feimnismál? Tíhíss ég er tííhííí tuttugu og eehehe giskaðu tssss...

Aldur er bara tala-simple!

Eins og flestum finnst mér aldrei leiðinlegt að fá gjafir. Í ár var fólkinu mínu mikið í mun að ég færi að baka og voru gjafirnar eftir því. Hamingjan náði hæstum hæðum yfir fallegu kökudiskunum sem ég fékk, þar sem ég hafði verið dugleg að fá kökudiska lánaða, nú eða bara skellt kökunum í eldföst mót (skál!). 

Búið að dreyma lengi um þessa elsku...

Svo er þessi ekkert nema konfekt fyrir augað.

Það var allavega vel hugsað um mig á afmælisdaginn, skemmtileg surprise og fleira.

Ég ætla svo að bjóða í afmæliskaffi á sunnudaginn og er að sanka að mér hugmyndum af góðu góðgæti. Ef þið getið tjáð ykkur um það, þá eru allar hugmyndir vel þegnar.

Nú held ég hafi bloggað fyrir síðustu vikur!

Takk aftur fyrir að lesa!

Ykkar, 
Edda Rós


5 comments:

Momsa said...

,,Age is mind over matter....if you don´t mind, it doesn´t matter :-)

(Tillaga fyrir kaffiboðið: Upprúllaðar hvítlaukstortillur (þessar grænu) smurðar með krydduðum rjómaosti og fylltar með aspas og skinku.Geymt í kæli a.m.k í 3 klst.Skornar í 1 cm sneiðar)

:-)

Anonymous said...

Rækjukokteil og laxatarta!
Kv ástrós

Heiða said...

Jeij blogg!

Hér er margt spennandi, mæli með þessum tveimur efstu, snickerskakan og súkkulaðikaka með pipp karamellukremi.
http://eldhussogur.com/vinsaelustu-uppskriftirnar/kokur-og-tertur/

Anonymous said...

Gaman að lesa bloggið þitt, alltaf svo hress elskan.

EddaRósSkúla said...

Frábært dömur, on it! :)