22 December 2011

Street Party on New Years

Ég sagði ykkur um daginn að ég ætlaði að vera erlendis um áramótin. Well, staðurinn er Edinborg að þessu sinni. Ætla heimsækja Ragnar bró og Ester mágkonu og vera hjá þeim í 5 nætur. Planið er að skoða borgina, e-a kastala (og þykjast vera prinsessa), láta eins og asni alla daga, þykjast ekki skilja ensku (með þeirra skemmtilega asnalega ljóta skoska hreim), lenda í e-u óvæntu, versla (og versla meira) og síðast en ekki síst kíkja í heljarinnar Street Party sem er frægt í Edinborg á áramótunum. Þar ætlum við að sjá m.a. Bombay Bicycle Club og Primal Scream spila og trylla lýðinn. Ég ætla að vera lýðurinn í þessu tilviki...og væntanlega tryllast.

Urban Outfitters, H&M, Primark, Jack Wills, River Island, Anthropologie...bring out your best - ég er að koma!

Minn uppáhalds (og eini) bróðir kom einmitt í dag en stoppar stutt...svo elti ég hann bara út aftur, eeh. Ásamt því að koma með troðfulla tösku af jólagjöfum, beið mín pakki sem ég var orðin mjög spennt að fá, jóladressið og áramótadressið m.a. Verst að ég get ekki notað áramótakjólinn í slabbi og rigningu í e-u götupartýi í Edinborg. Or can I?


Ragnar sáttur með að vera loksins kominn „heim“.


My precious...

Það er nokkuð augljóst yfir hvoru ég gladdist meira... J

Edda Rós 

2 comments:

ester said...

Ég er svo glöð að þú ætlar að koma út til okkar.. við verðum fabulous í lopapeysunum innanundir áramótakjólunum!

EddaRósSkúla said...

Já ég er líka himinlifandi að koma til ykkar! Haha við verðum fæææn, enginn vafi.