15 January 2012

A heart you wouldn't want to break...

Ég heillast mikið af hönnun sem fær innblástur sinn úr mannslíkamanum. Nýjasta nýtt er vasinn „Ventricle Vessel“ eftir Eva Milinkovic. Líffærið hjartað er kannski ekki eitthvað sem mörgum finnst fallegt í laginu (og kjósa heldur hið symbolíska hjarta  sem mér finnst persónulega of einfalt og týpískt) en það er eitthvað sjarmerandi við þennan blóðpumpandi vöðva sem ég get ekki útskýrt.

Þess vegna þætti mér afar fallegt að hafa eitt stykki svona vasa á mínu heimili (þó svo ég myndi ekkert endilega troða blómum í hann, hann er nógu fallegur einn og sér).


Ventricle Vessel - Eva Milinkovic

Hér fyrir neðan er svo önnur útgáfa af hjartalaga vasa sem mér finnst þó ekki eins falleg.


Flower Pump Heart Shaped Vase - Veneridesign Studio

Hver þarf blóm þegar hann á svona vasa?

ERST

5 comments:

Anonymous said...

Flottur thessi efri!

Karen lind

Sólveig said...

Vá sjúklega flottur!

Anonymous said...

Mér finnst þeir ljótir, ég vill alvöru hjarta.

ás

EddaRósSkúla said...

Haha Ástrós eftir hverju bíðurðu?

Anonymous said...

Mig vantar hjarta

ás