25 January 2012

Somewhere in my dreams I feel your touch...


Ég er og hef alltaf verið mikil tilfinningavera. Á auðvelt með að opna mig fyrir öðrum og hangi sjaldnast í lokaðri skel. Stundum getur þetta verið kostur en á sama tíma galli. Það er nefnilega ekkert alltaf gott að gefa of mikið af sér (note to self)...

Kosturinn við að eiga auðvelt með að gefa af mér er hins vegar sá að ég get nýtt mér þetta í skrifum. Ég veit fátt betra en að skrifa fallega texta (oftast fyrir mig sjálfa þó, eins og er) og gerði mikið af því fyrir nokkrum árum að skrifa ljóð. Þessir textar eru ekkert endilega eitthvað sem ég hef sjálf reynslu af, en auðvitað verða þess konar textar dýpri og „snertanlegri“.


Hér er eitt sem mér þykir vænt um:



xx

4 comments:

Anonymous said...

Þú sagðir mér ekkert að þetta væri eftir þig pjalla...eina sem ég heyrði var Somebody that i used to love, somebody....
Ég á líka eitt lítið sætt ljóð:
Ekki líta á hana,
farðu bara í rússíbana,
því það er einmitt fyrir bavíana.

Takktakk
(p.s. þú rústar mer í ljóðakeppni)

kv á-st(r)ós

EddaRósSkúla said...

Haha ég var farin að hlæja svo mikið að ég gat það ekki!
Þú ættir kannski að fara leggja skáldskapinn fyrir þig litla Rós, þú ert on fire!

P.s. Það væri betra ef þú værir með lagatextann betur á hreinu svo þú getir sungið undir hjá mér einn daginn (somebody that I used to know) :) Krúttsprengjan þín.

Anonymous said...

Va flott!!

Karenlind

Anonymous said...

Krúttó :)

xx Lilja