02 February 2012

Each day gets better

Ég hef prófað alls kyns hreinsivörur á húðina, allt frá einhverju ódýru no name merki og upp í dýrar kanebo hreinsivörur. Same shit, different day (price). 

Það er alveg ótrúlega merkilegt hvað þessi flottu merki geta selt sig á fúlgu fjár en virka svo ekkert betur en nivea kremið sem fæst í næstu matvöruverslun. Auðvitað eru til krem sem miklar rannsóknir liggja að baki og eiga að gera þetta og hitt, fjarlægja hrukkurnar og strekkja þig og teygja. Það kallast lýtaaðgerð og er meira í formi hnífs sem krukkar í þér.

L'oréal er eigandi margra snyrtivörumerkja, eins og til dæmis Helenu Rubinstein. Þeir eru með helling af rannsóknamönnum í vinnu til að uppgötva hin og þessi kraftaverk. Ef rannsóknamennirnir vinna sína vinnu vel og uppgötva eitthvað sérstakt, hvað haldið þið þá að háttsettir herrar innan L'oréal geri? Jú, auðvitað setja þeir þetta kraftaverk í allar sínar vörur (t.d. andlitskrem), sama hvort þær heita L'oréal eða Helena Rubinstein. Svo fara tveir auðtrúa neytendur á stjá, annar kaupir HR kremið fyrir 6000 kr meðan hinn útsjónarsami neytandinn splæsir í ódýrara kremið fyrir 3000 kr. Þarna sparar hann sér 3000 kr og getur farið í bíó og fengið sér popp og kók. Einfalt!

Ég er samt aðeins farin út fyrir efnið því ég ætlaði að segja ykkur frá snilldarvörum sem ég kynntist fyrir nokkrum árum. Þetta eru vörur fyrir andlit og líkama sem næra og hreinsa húðina og heita YesTo. Fengust á Íslandi fyrir einhverju síðan en ákvað var að hætta að flytja þær inn sökum hás tolls. Takk Ísland.


Þær eru án parabena (sem talið er að valdi krabbameini) og annarra aukaefna. Enn meiri snilld.

Þær skiptast í 4 tegundir: YesTo carrots er til að næra húðina, YesTo cucumbers er fyrir viðkvæma húð, YesTo tomatoes er fyrir blandaða húð og YesTo blueberries er fyrir eldri húð.


Ég hef bæði prófað gúrkulínuna og tómatalínuna. Elska þessar vörur! Þær fást í Target og þessum apótekum í USA (Walgreens og CVS t.d.) og líka í Sephora búðum í Evrópu.

Mæli 100% með þessu. Hugsum vel um stærsta líffæri líkamans kids og eyðum ekki meira en við þurfum...




YesTo for the win!

Edda Rós

5 comments:

ester said...

Ég eeelska gulrótakremið!

Deedee said...

Hef verið að skoða þessar vörur lengi .. ætla prófa þær sem fyrst ;)

Anonymous said...

Hey er þetta ekki til í The Pier? eða ILVA ? Minnir endilega að ég hafi séð þetta þar bara um daginn..

Kv. Lilja

Katla said...

Úff ég keypti hreinsiklúta úr "gúrkulínunni" og brann hrikalega í framan :/ Greinilega eitthvað í kreminu sem ég þoli ekki. Hins vegar elska ég burts bee og alba sem eru held ég bæði án parabena.

EddaRósSkúla said...

Nei Lilja, þær voru til í Pier en þeir hættu að flytja þær inn...

Katla í alvörunni? Hreinsiklútar eru reyndar aldrei taldir góðir fyrir húðina því þeir þurrka hana frekar en hreinsikrem/sápur en ég hef aldrei heyrt um alba, burts er snilld samt :)