05 February 2012

You're my war. You're my truce.

Ég er orðin svo skotin í gripi, eins og orðabók.is kýs að þýða orðið clutch. Þetta bætir ákveðnu elegant touch-i við dressið og gerir "lúkkið" kvenlegra í leiðinni. Afsakið enskuslettubrjálæði.

Ég nenni hins vegar sjaldan að vera með grip, þar sem mér finnst þægilegra að hafa veski í bandi eða á öxlinni. En tíska snýst ekki alltaf um að vera þægileg, ekki satt!

Phillip Lim er snillingur á mörgum sviðum og hann kom með þessi grip fyrir vorlínuna sína 2012. Stílhrein og einföld=Einstaklega falleg.




Sumarlega brúnt þetta.


Gæti verið smart við ljóst dress.


Þetta er ágætis statement grip. Hverjum þætti ekki gaman að poppa dressið upp með gula litnum!


Olivia Palermo er oftast með hlutina á hreinu og sýnir hvað lítið gult grip getur gert heilan helling.


Svo fyrir okkur hin, sem hræðumst litagleði, þá er svart alltaf klassískt og gengur bæði á sumrin og veturna.

Edda Rós

2 comments:

Anonymous said...

NEI NEI NEI GRIP - aldrei..hahaha Orðabok.is kláraðu mig ekki..!

-Ellen Agata

EddaRósSkúla said...

Haha þetta voru niðurstöðurnar:

grip h.; tak h.; kúpling kv.; urpt kv.; ungahópur k.; hópur k.

Væri örugglega töff að láta þetta heita kúpling!