06 March 2012

Wanting them shoes...

Það er óþolandi að ætla kaupa eitthvað og það er ekki til í þinni stærð! Þegar það kemur að fatnaði, þá er oft hægt að fara upp eða niður um eina stærð, en þegar kemur að skóm er það dálítið erfiðara.

Þá reddar maður sér! Eða...ætlar allavega að gera það, þar til það poppar upp gluggi sem segir: You're transaction could not be processed (BECAUSE YOU LIVE IN ICELAND, the middle of nowhere).

Ókei, ég er ekkert pirruð - lofa. Eða þið vitið...

Þá er gott að eiga góða að sem búa erlendis, þarf bara núna að fara í smá mission.
Þetta er missionið mitt. Ég verð að fá þessa skó. Sumarið verður ekki eins án þeirra. Elsku Edinborg, svaraðu kallinu.

Svo held ég að ég hafi orðið tískunni að bráð (takk fyrir það Elin Kling) því mig langar í oddmjóa háhælaskó til að nota við þröngar uppbrettar gallabuxur. That's what I said...
Eina venjulega og klassíska.
Og eina sem öskra sumar.

Ef það væri eitthvað sem ég þyrfti að lifa á...þá væru það skór.

Yfir og út, 

ER



9 comments:

tinnarun said...

Eru þessir efstu ekki úr Zöru? Allavega ef já þá mátaði ég þá og þá var 36 alltof lítið en 37 of stórir, svo eg verð bara sætta mig við að þeir eru ekki gerðir f. mig! :( Svo passaðu að máta áður en þú pantar ;-)

Anonymous said...

Vá mig langar líka svo í oddmjóa skó...bara útaf Elin Kling

ástrós

M said...

*hóst* ég þekki konu sem þekkir konu sem þekkir konu *hóst* og hún er stundum að kaupa sér skó á netinu í "sinni" stærð en svo passa þeir ekki í 90% tilfella af því þeir voru keyptir ómátaðir og svekkelsið yfir því yfirgnæfir löngunina oftast...

Valgerður said...

hahaha Stella og Ástrós!
en það er ógeðslega svekkjandi þegar þetta gerist

EddaRósSkúla said...

Já Tinna ég mátaði 41 og þeir voru of stórir, mátaði 40 í hinum litnum og þeir pössuðu. Æi það er glatað að þeir passi ekki á þig, eins fallegir og þeir eru :/

Haha þið hinar eruð ágætar...

alexsandra g. said...

ég á svona og þeir passa fullkomnlega í minni stærð, fyndið! þeir eru geðveikir.

EddaRósSkúla said...

Já mátaði einmitt eins og þú átt, þessa appelsínugulu og þeir eru ofboðslega fallegir! Vonandi passa mínir líka fullkomlega:)

Svana said...

Ahhh já takk! Ekki málið að lifa á skóm, ég færi létt með það haha:)
En þegar að ég panta skó á netinu skoða ég alltaf lengd í cm í hverju númeri þrátt fyrir að það sé mín stærð og mæli svo innanmál á þægilegust skónnum mínum sem ég á heima og panta stærð eftir cm... Hefur aldrei klikkað:)

EddaRósSkúla said...

Snilld Svana ég þarf að prófa það næst - ekki spurning :)