12 April 2012

Week 4 and 5-Days number 1

Það er smá búið að vera ýta á eftir mér með að henda inn gengi mínu í 10 km hlaupinu...eða allavega leiðina að 10 kílómetrunum. Ég er langt í frá hætt að hlaupa en tók þessa ágætu pásu þegar ég var úti.

Nú er ég byrjuð á 5. viku og hlutirnir ganga...hægt, en þeir ganga. Ákvað að skrá mig á Metabolic námskeið sem byrjaði í gær og ég er viss um að það komi til með að hjálpa hlaupunum helling. Aukinn styrkur, aukið þol og aukið heilbrigði. Win-Win!

Sem sagt, 1. dagur í viku 4 hljómar svo:
5 mín upphitun - 3 mín hlaup og 2 mín labb - 4 mín hlaup og 3 mín labb - 3 mín hlaup og 2 mín labb - 5 mín cool down.

1. dagur í viku 5 var svo svona:
5 mín upphitun - 5 mín hlaup og 3 mín labb - 6 mín hlaup og 3 mín labb - 5 mín hlaup - 5 mín cool down.

Nú fara hlutirnir að gerast get ég sagt ykkur!

-reasonstobefit-

Ég er ekki alveg búin að vera henda inn áhugaverðustu bloggunum undanfarið en ég lofa ykkur því að það fer að breytast. Bara mikið í gangi og heilinn minn er að brainstorma um svo marga hluti, þyrfti kannski að henda því bara í eina færslu!

Pís out homies!

ER

2 comments:

Anonymous said...

Ég ákvað að byrja að hlaupa sl. sunnudag. Hélt að ég gæti ekki hlupið neitt þar sem ég hef aldrei verið einhver hluapamanneska, en ég kom sjálfri mér mjög mikið á óvart en ég fór 5km og hefði alveg geta hlupið aaaðeins meira..held að metabolic sé að gera góða hluti og ræktarmixið frá Óla Geir lol!
Nú er stefnan sett á 3x í viku

ok, smá langt komment :)

Sólveig
soskars.123.is

EddaRósSkúla said...

Snilld Sólveig, það er nú bara nokkuð gott :)