03 September 2012

You've got mail

Í dag fékk ég skemmtilegan póst inn um bréfalúguna-skólaskýrslu ABC stúlkunnar minnar sem er pakistönsk. Síðustu 5 ár sem ég hef styrkt hana hefur hún borið nafnið Saiqa Mushtaq en hún er nú búin að breyta Saiqa í Cecilia. Falleg nafnabreyting og allt það en mig langar að vita afhverju hún skipti um nafn svona ung (trúi ekki að hún sé gift).
Hún er orðin 16 ára þessi elska og hefur alltaf verið mjög klár að teikna (fæ alltaf mynd með skólaskýrslunni eða jólakortinu). Ég man reyndar ekki til þess að við vorum að teikna Hello Kitty 16 ára...enn...Mig langar oft að tala við hana frekar á skype, bara til að sjá að þetta sé einmitt hún og hvort henni líði í alvöru vel, en sé ekki að skrifa mér bréf meðan e-r stendur yfir henni og fylgist með hvað hún segir.

Verður maður ekki að trúa því besta?

ER

1 comment:

Anonymous said...

Hey, ég á eina indverska "dóttur" og ég sendi henni alltaf bréf á móti og hef fengið svör við spurningum sem ég sendi.. og thank you for the stickers og svona :) Spurðu hana bara um nafnaskiptin! :)

Kv. Lilja