30 October 2012

Nú er kátt í höllinni x3

Fyrsti snjórinn snerti Keflvíska jörð í dag...í ca 20 mínútur. Svo var hann farinn.

En þegar fyrsti snjórinn hefur látið sjá sig og ég er farin að fá email frá fjölskyldumeðlimum með innihaldinu „Jólagjafalisti“ þá fer mín á stjá.

Ég er ein þeirra sem gef mér sjálf jólagjöf (jájá, judge away!). Frá mér til mín (nema að ég pakka gjöfinni ekki inn, heldur fæ að njóta hennar aðeins áður en jólin koma). Í ár hef ég ákveðið að kaupa mér eitthvað í búið. Húsgagn verður það heillin. Svart og stál.

Það er leyndó hvað það verður en ég lofa að setja inn mynd þegar þar að kemur.

Mér finnst alltaf gott að hafa e-a afsökun ef ég er að kaupa mér eitthvað, en ykkur?


ER jólabarn

7 comments:

Thelma Hrund said...

Ég ætla að vera fyrst og gíska á að þetta sé eitthvað úr Ikea?

dagný said...

hah - ég kaupi mér alltaf jólagjöf.
það er sniðugast í heiminum!

ester said...

Ég segi að það verði eitthvað úr epal.. og byrjar á E?

Sólveig said...

Litla systir mín gaf sér einu sinni jólagjöf, hún pakkaði henni inn og merkti sér hana það var frekar krúttlegt :)

Spennó sjá hvað það verður sem þú gefur þér! :)

EddaRósSkúla said...

Jess það eru fleiri í þessu en ég :)
En stelpur ekki rétt, en Ester þú ert close!

Anonymous said...

Ég er 99% á að ég viti hvað þetta er.. og þarf ekki einu sinni að giska.. :)

Kv. Lilja

EddaRósSkúla said...

Lilja ég held 99% að þú hafir rétt fyrir þér ;)