07 May 2013

Aftur á ný, enn og aftur...

Ég held að bloggletin mín hafi náð hámarki síðustu vikur. En ótrúlegt en satt, þá kem ég alltaf aftur. Ég held að þessi langa pása hafi nánast sprengt á mér hausinn. Hann er allavega kominn í overdrive. Hugurinn er út um allt og ég veit eiginlega ekkert hvernig ég eigi að tækla allt þetta sem ég er að hugsa um eða allt það sem ég finn fyrir. En það er svo sem efni í aðra færslu.

Mig langar svo oft að blogga algjörlega á mínum forsendum. Þá meina ég um hluti sem eru mér næstir, mínar skoðanir og tilfinningar. En svo hugsa ég að þá gæti ég nú alveg eins bara haldið dagbók. Af hverju ekki. Þess í stað reyni ég að stokka þetta dálítið upp, skrifa um hluti sem ég hef sterkan grun um að þið hafið gaman af og svo hluti sem ég hef gaman af. Endrum og eins fer þetta saman og það er mikið gleðiefni.

Ég er eiginlega í þannig ástandi núna og hef verið síðustu daga og vikur að ég gæti farið eitthvert út í sveit og það eina sem ég tæki með mér væri ritvél og hlýir sokkar. Skreppa frá umheiminum í einhvern tíma og bara skrifa, fara í gönguferðir, skrifa, horfa upp í tungsljósið og skrifa meira. En svo átta ég mig á því að ég er auðvitað í 100% vinnu, lifi virkilega góðu lífi sem ég vil eiginlega ekkert flýja og get svo sem alveg sest niður inni í stofu og skrifað...opnað útidyrahurðina, skellt mér í skó og farið í göngu, farið aftur inn til að skrifa og endað kvöldið svo á því að horfa upp í tungsljósið. Þetta er líka hægt í borginni.

Sveitin heillar samt...

Já, þetta var nákvæmlega það sem brann á huga mínum. Ágætt að koma til baka með djúpum og þungum skrifum. Svo léttir nú eitthvað til, nema ég haldi bara áfram að skrifa?

Það veit enginn.

Nema ég.

ER

1 comment:

Diskókúlan said...

Hún kom aftur! Hún kemur alltaf aftur! Jeiiii! Loksins! :-)