09 May 2013

Pin Te Rest

Halló umheimur, halló netheimar, halló nýjungar!

Ég er týpan í það að eiga account-a alls staðar. Þegar eitthvað nýtt kemur fram í sviðsljósið, þá er ég með þeim fyrstu sem útbý notendanafn og lykilorð, mismunandi lykilorð á mismunandi stöðum sem orsakar mikla gleymsku og rugling. Facebook, Twitter, Instagram, Pinterest, Foursquare, Snapchat...og ég veit ekki hvað og hvað!

Pinterest er síða sem ég uppgötvaði fyrir löngu síðan...eða þið vitið, bjó til account og henti inn nokkrum pins og síðan ekki söguna meir. Fékk email um hina og þessa followers og repins og e-ð sem ég skildi svo ekkert í.

Þá hætti ég bara...gleymdi lykilorðinu og e-ð vesen.

Svo var mér boðið að fylgjast með skemmtilegu secret board-i sem vakti eiginlega áhuga minn aftur. Ég kann samt bara að skoða boards og pinna á mín boards. Þarf maður ekki að byrja einhvers staðar?

Dagurinn í dag fór svolítið í það að drita inn myndum inn á secret boardin mín. Og mæli ég hiklaust með að þið notið pinterest líka fyrir ykkur prívat og persónulega.

Ég bjó til board sem samanstendur af:

-Því sem mig langar í búið
-Þeim stöðum sem mig langar til að heimsækja í framtíðinni
-Því sem mig langar í innan árs

Draumar og fleiri draumar.

En sagði einhver að maður mætti ekki láta sig dreyma?

ER

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ og takk fyrir bloggið!

Ég er einmitt líka á Pinterest og aðalega að skoða frekar heldur en að "pinna" en ég var forvitin að vita hvernig "secret board" þú ert að tala um? Fékkstu þá bara invite til að skoða eitthvað sem aðrir geta ekki séð eða?

Bestu kveðjur,
Björk

EddaRósSkúla said...

Þetta er sem sagt board sem ég bý til sem bara ég get séð (eða þeir sem ég invite-a). Algjör snilld fyrir þá sem vilja t.d. setja markmiðin sín á myndrænan hátt í möppu :)

Takk fyrir heimsóknina!