12 May 2013

Mom I ♥ you

Gleðilegan mæðradag elsku mæður.


,,Hún er íslenska konan sem ól mig og helgar sitt líf..."

Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að þetta skuli vera mamma mín. Hún er ekki bara mamma heldur einnig besta vinkona mín og er alltaf til staðar (þó hún ætti í raun að vera upptekin). Ef allir ættu mömmu eins og mína, þá væri heimurinn svo sannarlega betri.

Til hamingju með mömmur ykkar og ykkur sem eruð mömmur.

Njótiði þess vel og geriði það sem þið getið til að barnið ykkar upplifi slíka ást sem þið hafið fengið frá ykkar mæðrum. Þið uppskerið eins og þið sáið.

Ég veit ekki hvar ég væri án þín elsku mamma mín.

Elska þig 

ERST

4 comments:

Anonymous said...

copy paste

Mikið eruð þið fallegar mæðgur! :) Þú ert svo sannarlega heppin með mömmu þína, gull af manneskju!

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt :)

kv.
Sigurbjörg

Momsa said...

Ok, nú sit ég með tárin í augunum....sko gleðitárin. Mikið er þetta fallega sagt elsku Edda Rós mín. Takk. Þið systkinin eruð drifkrafturinn minn og það sem ég er stoltust af í lífinu :-)

Anonymous said...

Vá, fallegt. Mamma þín er æði, mikið rétt & heimurinn væri sannarlega betri :)

xxx

karen lind

Anonymous said...

Elsku Edda Rós mín, mikið er þetta fallegt hjá þér.