23 February 2012

Verðvitleysa

Í fyrrasumar keypti ég snilldargræju. Plastglas fyrir boostið svo ég gæti tekið það með mér á brautina (Reykjanesbrautina). Keypti þetta í hinni yndislegu Ameríku, þar sem allt er nú til. Glasið kostaði ca $8 og hefur nýst vel síðan. Því fylgir rör úr plasti sem er með einhvers konar písk (veit ekki hvort þetta sé rétta orðið, en það hljómar allavega fjandi vel) á endanum svo hægt sé að hræra upp í boostinu - oft veitir ekki af.

Þegar ég kem svo heim vaska ég það upp og voilá, tilbúið fyrir næsta-dags-boost.

Ég sá þessi glös til sölu í Byggt og Búið um daginn.
Þar kosta þau 2.499 kr!
$8 eru ca 1.000 kr þannig við erum að tala um meira en 100% hærra verð á Íslandi. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að á íslensku vöruna bætist sendingakostnaður og einhver innflutningsgjöld en komm on, eins og við segjum á góðri íslensku.Glasið er líka til í fleiri litum...


Ég stórefa að ég myndi kaupa mér plastglas á tæpar 2.500 krónur. Núna þarf ég allavega ekki að hafa áhyggjur af því þar sem ég fékk mitt á tæpar 1.000 krónur.

Schnilld!

7 comments:

Karen Lind said...

Er ekkert "verðeftirlit" á Íslandi? Mega búðir bara verðleggja eins og þeim langar til? (ein fáfróð um það).

Ég er bara alveg hætt að átta mig á því hvað sé í gangi á Íslandi. Allavega langar mig lítið sem ekkert til að versla mér flík hérna, hvað þá eitthvað annað.

Karen Lind said...

*þær langar til.. eða er það ekki annars? haha.

tinna rún said...

Mamma keypti einmitt svona "gler" boost glös í Ikea í sumar, mega þæginleg að geta tekið bara með sér :)

Deedee said...

Þetta er fáránlengt !

p.s. vá hvað ég þarf að fara drífa mig til US

EddaRósSkúla said...

Já Karen góð spurning! Ég er ekki alveg nógu mikið inní þessum málum en Íslendingar láta flestir bjóða sér þetta þannig það er erfitt að sporna við því að búðir tryllist í verðlagningu.

En Tinna það er sniðugt líka, aðeins meira fancy en plastið :)

Maður ætti í raun að fara 1x-2x til USA á ári og gera stórinnkaup, ég er viss um að það borgaði sig!

Katla said...

Ísland er nú bara ekki í lagi. Rakst á þessi sömu glös hérna í Perú á 200 kr.

EddaRósSkúla said...

Haha 200! Það er bara gjöf en ekki gjald!