21 March 2012

All good things must come to an end...

Góðan dag elsku lesendur, 

við lentum í gærmorgun eftir eitt besta ferðalag sem ég hef farið í á ævinni...no joke! Ég ætla gefa ykkur stuttu útgáfuna af ferðasögunni þannig ef ykkur þykir leiðinlegt að lesa straight forward texta þá ráðlegg ég ykkur að glugga bara í myndirnar eða kíkja á þær á facebook.


Við stöllur lögðum af stað á vit ævintýranna þann 10. mars 2012. Flugum til New York og gistum á flugvallahóteli í eina nótt. Fengum lítinn svefn þar sem við vorum enn á íslenska tímanum og vöknuðum því ansi snemma til að glápa á sjónvarpsmarkaðinn haha.
Um hádegi drifum við okkur svo aftur upp á flugvöll þar sem nú skyldi haldið til Miami. Lentum í Miami um kvöldið og fórum þaðan beinustu leið á hótelið okkar sem var alveg downtown á Collins Avenue. 
Vorum ekkert alltof sáttar með hótelið þar sem við erum báðar vanar að vera svolítið vafðar inní bómullarpoka. En við lifðum af nóttina...

Á mánudeginum (og afmælisdeginum mínum) hittum við svo Dísu, Reggie og crew-ið. 
Komum okkur svo á skipið án mikilla vandræða.


Þarna áttum við að vera næstu 4 dagana, Carnival Imagination. Lífið var yndislegt!
Stoppuðum í Key West á þriðjudeginum og röltum um þennan krúttlega bæ, þar sem Ernest Hemingway átti eitt sinn heima. Sáum hana á vappinu niðrí bæ og kipptum okkur lítið upp við það, kipptum bara upp myndavélinni í staðinn.


Daginn eftir stoppuðum við í Cozumel, Mexico. Ákváðum að gera eitthvað úr þeirri ferð og fórum í höfrungatrip, syntum með höfrungum, fengum koss frá þeim og að lokum dönsuðu þeir fyrir okkur.



Síðasta daginn var svo Fun Day at Sea og þá var slakað á í sólinni.


Í ferðinni kynntumst við helling af yndislegu fólki og þá sérstaklega Texikönunum okkar.


Það er glatað hvað heimurinn þarf stundum að vera stór og langt að fara á milli staða!

„Lentum“ í Miami um morguninn og kíktum í nokkrar búðir, þar á meðal Dash.


Um kvöldið kvöddum við Hrönn svo crewið okkar og héldum á flugvöllinn, nú í áttina til New York aftur þar sem við gistum hjá Hadley í 3 nætur.
New York var tekið með trompi, full dagskrá alla daga. Keyrðum meira að segja í mollin í New Jersey einn daginn þar sem Hrönn stóð sig sem hetja í bílstjórasætinu...ég reyndi að gera mig skiljanlega með GPS-ið í annarri.

Þrátt fyrir að hafa skaðbrennt kreditkortið mitt og sjálfa mig, þá var þessi ferð algjörlega priceless og þess virði. Það er alveg satt sem þeir segja að: "You only live once" og ég ætla að hafa það bakvið eyrað í framtíðinni.

Yndislegar minningar sem hafa skapast og yndislegir nýir vinir.

Ykkar, 
Edda Rós

1 comment:

Anonymous said...

Vúhú gaman að fá ferðasöguna :) og skemmtilegar myndirnar á facebook!

Maður þarf að fara að lifa meira eftir þessu YOLO og hætta að hika! Ætla að hafa þetta líka á bakvið eyrað.

Kv. Lilja