09 May 2012

Kvart og kvein

Æ ég reyndi að hringja í vælubílinn en hann svaraði ekki þannig ég ætla að væla í ykkur.

Mér finnst ég alltaf vera þreytt og orkulaus, nema þegar ég er á fullu og með brjálaða dagskrá. Er búin að prófa að taka þetta og hitt út úr mataræðinu (sleppti sykri í heilan mánuð t.d.) og hef einnig sankað að mér alls kyns fróðleik um vítamín og prófað þau. Sumir segja mér að drekka bara kaffi en það er eitthvað sem mér finnst ekki gott (og tel það auk þess ekki vera hina fullkomnu lausn). 

Lumið þið á einhverju ráði? Annað en að taka inn e-r pillur sem hafa að geyma e-r óæskileg efni?

Kannski er þetta bara spurning um að ég verði á fullu alla daga, fái mér aukavinnur o.s.frv.

Nenni þessu orkuleysi ekki mínútu lengur!


ER

4 comments:

Anonymous said...

En járn?

Anonymous said...

Vera dugleg að drekka vatn ! Finn mikinn mun á mér þá, og mæta í ræktina já ;)

-LV

EddaRósSkúla said...

Já takk fyrir þetta kæru lesendur :) En það er alveg satt, ræktin gefur manni alltaf auka orkubúst!

Anonymous said...

En mig langar íann...húúú

ástrós