13 February 2013

Guilty Pleasure

JáHÆ!

Ég vil byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir virk komment í síðustu færslu. Ég er nú ekkert frábrugðin öðrum bloggurum þegar kemur að því að skilja eftir sig spor og þykir það virkilega skemmtilegt og bið nýja lesendur sem og gamla að tjá sig endilega. Og endilega ekki vera feimin að skrifa undir nafni!

(Bæ ðe vei þá sit ég í tíma og á að vera fylgjast með, því það var jú áramótaheitið mitt meðal annars. En get ég eitthvað gert að því þó ADHD banki upp á við og við? Nei aldeilis ekki.)

Hitt áramótaheitið mitt var að vera dugleg í ræktinni. Djók. Datt í smá pásu í desember vegna endalauss hnévesens en ég nenni ekki að væla meira þannig ég er byrjuð að mæta aftur (og gef sjálfri mér hi5 þar sem þið eruð öll bakvið tölvuskjá). Ég tók þann pólinn í hæðina að ég ætla reyna vera dugleg að mæta líka á laugardögum. Ætlaði heldur betur að skella mér í 90 mínútna spinning á laugardagsmorgni síðasta laugardag...og hvað? Auðvitað kom í ljós að þetta væri Eurovision tími, Eurovision tónlist í heilar 90 mínútur, sem gera fyrir ykkur sem kunnið ekki enn á klukku 1 og hálfan tíma. 

Þarna kom strax upp afsökunarEdda: „kommon ég er ekki að fara hjóla í 90 mínútur við misskemmtilega framlag okkar 2013 Ég á líf“. Ég hélt nú ekki!

En hvað? Ellen vinkona ætlaði að fara (enda Eurovision aðdáandi númer 1, Hæ Ellen!). Ókei þá, ég gef þessu séns.

Hvað haldiði? Ég söng með 90% laganna (kannski mögulega jafnvel líklega örlítið upphátt) og hjólaði eins og vindurinn við missgóð og mis-misheppnuð Eurovision lög. Ég meina'ða!


Mér leið samt sirka svona, án gríns. Nema ég dansaði ekki í bílnum heldur söng á hjóli...póteitó pótató


Nú held ég að ég loki bara fyrir munninn á mér þegar ég hef hvað hæst um þessa keppni og hversu asnaleg hún er og hversu leiðinleg lög hún hefur upp á að bjóða.

Er þetta ekki eitthvað sem við köllum guilty pleasure?

Bingó Bjössi.

ER


1 comment:

Unknown said...

Hæææ Edda !!

Haha eurovision for life...nei djók ;)