29 June 2012

...


Dekurdagur grillanna

Ókei halló halló og gleðileg jól! Það er allt steindautt á þessari síðu. Í gær lofaði ég nýju bloggi og í dag ákvað ég að gera það líka, ég þekki það sjálf hvað er gaman að taka netrúnt við ritgerðarskrif (baráttukveðjur til þín Ester!).

Það er bara fjandi erfitt að eyða tíma í að blogga í svona góðu veðri - og ég veit að margir bloggarar eru sammála mér í þessu, þar sem það liggur allt niðri.

En allavega nú skal ég hætt að koma með e-r skítaafsakanir og drífa þetta í gang, er það ekki? Ég á allavega nóg af myndum á símanum sem ég get hent hingað inn.

Byrjum á dekurdegi okkar grilla. Í stað þess að gefa hvorri annarri jólagjafir förum við frekar í kósý nudd. Eins og þið vitið kannski voru jólin fyrir um hálfu ári síðan og því kominn tími á jólagjöfina sjálfa. Fórum í heilnudd í Mecca Spa og það var æðislegt! Mæli 100% með þessu og að kíkja í pottinn eftir á og smá afslöppun.

Tilhlökkun

Þorði ekki að taka betri mynd þar sem það var fólk í heljarinnar afslöppun þarna innar.

Jæja, I'm back!

ER

17 June 2012

Kvöldganga í fallegu veðri


Ég er nú búin að vera ansi slök hérna inná. Reyni að bæta úr því á næstu dögum!
Við Hrönn kíktum í göngu eitt gott veðurkvöld - nú meiri blíðan.


Hrönn og Tryggur krútt


Höfnin


Harðfiskur in the making?


Sólsetur

ER

...

Vá hvað ósanngirni fer mest í heimi í taugarnar á mér!

07 June 2012

Loving your job!

Næturflug í kvöld til Parísar. Reyni alltaf að leggja mig fyrir þessi flug en alltaf þegar ég þarf að leggja mig yfir daginn þá virðist það e-n veginn ómögulegt. Aftur á móti þegar ég sé rúmið mitt í hyllingum og veit fátt betra en að kúra mig ofan í sæng, þá er enginn tími til þess. Var að vakna við símtal eftir 30 mínútna lögn og gat ekki sofnað aftur, heldur fékk ég þessa svakalegu löngun til að fara út að hlaupa. Er það bara eðlilegt? En mér veitir ekkert af þannig damn straight að ég ætla að nýta mér þessa löngun!

Sé ykkur í nótt ef þið eruð á leið til/frá París.

Au revoir! 


Ég og elsku Anna María æskuvinkona á leiðinni í fyrsta morgunflug sumarsins.

ER

04 June 2012

Weak when it comes to shoes

Hún heitir Ruthie Davis og er frá USA. Hún hannar skó sem eru decidedly sexy. Ruthie byrjaði hjá Reebok en færð sig svo yfir til UGG og gerði þá skó að tískuvöru (ekki hverjum sem er sem tekst að koma þessum ófögru skóm í tísku). Setti fyrstu línuna sína á markað árið 2006 og vinnur mikið með ný efni og litagleði. 

Persónulega finnst mér skórnir hennar einu númeri of framúrstefnulegir en það er eitthvað við þá sem ég heillast að. Ég ætla reyndar bara að láta mig dreyma um eitt par þar sem það kostar á við handlegg og nýra en kannski einn daginn?

Smá brot:









Hollywood stjörnurnar sjást í skónum hennar í gríð og erg, enda útgjöldin fyrir þær svipað og að kaupa sér jógúrtdollu fyrir okkur.

Hvað finnst ykkur?

ER



It feels like summer

Þetta krútt er að halda mér í dágóðri fjarlægð frá tölvunni þessa dagana. Þið vitið hvert þið kíkið þegar kemur rigning!

Er allavega búin að taka heilan helling af myndum sem ég ætla deila með blogginu næstu daga.

Hvernig er það, er fólk virkilega farið að tala bara í LOL-um, YOLO-um og LMAO-um?

Ég bara get ekki vanist því að heyra einhvern tala og allt í einu poppar LOL í endann á setningu...á þetta að venjast?

ER