31 July 2012

Reaching Goals


Ég var svona glöð í gær þegar röddin í símanum mínum sagði: Ten Kilometres, which is four more kilometres than your last record. Svo sagði Lance Armstrong: "Congratulations".

Bullandi hamingja og markmiði sumarsins náð. Næst á dagskrá er svo bara að þjálfa fyrir hálft maraþon (jafnvel gott að taka eitt millimarkmið, 15 km).

Það geta allir lært að hlaupa...og notið þess!

ER

30 July 2012

Sleepless in Seattle pt. 2

Seattle er æðisleg. Hún er langt í burtu, hrikalega kósý í góðu veðri, skartar alls kyns furðufuglum og troðfull af menningu. Borgin er jú að sjálfsögðu þekkt fyrir heimsfræga tónlistarmenn...svona svipað og Kef city. Þegar ég fór þangað 2006 skoðuðum við Space Needle og því ákvað ég að vera ekkert að eyða tíma í að fara þangað aftur. Í staðinn nutum við sólarinnar, markaðarins og ég fékk loks að sjá eitt furðulegasta og ógeðslegasta listaverk borgarinnar.

Eina sem ég hefði viljað bæta við útsýnistúrinn var EMP safnið eftir Gehry (google it!). Það verður næst...


Það var vel hugsað um okkur


Yndislega áhöfnin mín, Guðmunda, Nína og Birna Katrín


Hugmyndaríkir borgarbúar höfðu málað trén í neon bláu


Hvar er Valli? Fólk hélt að ég væri partur af trjágjörningnum...vandræðalegt.


Við höfðum ekkert annað að gera en að hanga með þessum elskum, það kjaftaði á þeim hver tuskan!


Nína ánægð með ísteið á Cheesecake


Svona á morgunmatur að vera...alla daga!


Fyrir ykkur sem eruð búin að bóka flug...þá er nýbúið að opna city Target. Go crazy...


Markaðurinn, hinn eini sanni


Aðalaðdráttarafl markaðarins, fiskigæjarnir


Við fengum að vera túristar í 1 mínútu...og tókum það alla leið!


Sums staðar eru ávextir alveg ferskir...og héldust þannig þar til heim var komið!


Kyssti svínið og beið eftir að það breyttist í prins...fattaði svo að það hefði átt að vera froskur. Mikilvægt að rugla þessu ekki saman. Svínið lifnaði ekki við! (+ að ég þóttist bara kyssa það, þið vitið)


Fyrsti Starbucks opnaði þarna 1971, röð út um dyrnar.


Ég pantaði mér að sjálfsögðu frappó í þeirri von um að það yrði himneskt á fyrsta Starbucks staðnum (sem það var ekki). Þetta fékk starfsmaðurinn út úr nafninu mínu þegar ég sagði: Edda. Í alvöru?


Ógeðishápunktur ferðarinnar


Market Theatre Gum Wall


Litrík grýlukerti


Nínu fannst veggurinn alls ekkert ógeðslegur, þar til hún datt utan í hann haha!

That's it folks! Það er ýmislegt hægt að gera í stórborg á einum sólarhring...

ER


26 July 2012

Un momento por favor...

Dagurinn í dag=Leti. 

Á morgun ætla ég hins vegar ekki að vera neitt löt og ætla henda inn stuttri ferðasögu og myndum með frá Seattle. Æðisleg borg og yndislegir ferðafélagar...

...en meira um það síðar!

ER

23 July 2012

Sleepless in Seattle


Þessi fallega borg ætlar að taka á móti mér á morgun. Stoppið verður stutt en það er samt sem áður nokkur atriði sem ég ætla að reyna komast yfir.

Meðal annars að kíkja hingað:


Pike Place Market.

Svo er eitt sem ég ætla að reyna finna, kemur í ljós eftir að ég kem heim. Hef einu sinni áður komið til Seattle þegar ég heimsótti Valgerði skiptinema og hlakka mikið til að fara aftur, þó stutt verði.

ER

21 July 2012

Sun is shining, the weather is sweet...

...make you want to move your dancing feet.



Sé ykkur í kvöld!

A presto amici...

ER

20 July 2012

Lullaby

Elsku Tom,

takk fyrir að svæfa mig í kvöld. Vona að ég sofni fyrir miðnætti í fyrsta sinn í ár (eða meira) og vakni hress klukkan 05:15.


Góða nótt elsku þið og takk fyrir að lesa, 
þykir vænt um heimsóknirnar ykkar (jafnvel þó þið látið lítið fyrir ykkur fara).

Sweet dreams... 
ER

Ugh...



Ekki það auðveldasta...

ER

19 July 2012

Viðskiptablaðið 17. júlí 2012

Var bent á þessa frétt á www.vb.is
Gaman að fá að vera partur af nýju samstarfi Icelandair við Hamborgarafabrikkuna og snillingana Simma og Jóa. Gott flug, yndisleg áhöfn og hressir farþegar.

Talandi um að finnast gaman í vinnunni!


Mæli svo með að allir smakki smáborgarana, það er meira að segja grillbragð af þessum elskum!

ER

18 July 2012

HALLÓ


Þetta er án alls vafa það sætasta og krúttlegasta sem ég hef á ævinni séð! Hvaða tegund er þetta? Má eiga svona heima hjá sér?

Ég á ekki til eitt einasta orð. I'm in love!

ER

Out and about

Swedish Hasbeens  
Þetta merki kann ég að meta!

ER

...


...bring it!

17 July 2012

Brúðkaupskjólapælingar

Nei, þið lásuð mjög líklega ekki rétt. Fyrirsögnin sagði brúðkaupskjólapælingar en ekki brúðarkjólapælingar. See what I did there?

Ég fer í eitt og hálft brúðkaup í sumar. Þetta heila er hjá frænku minni og er 18. ágúst. Get ekki beðið þar sem ég hef ekki farið í brúðkaup í mörg ár og loksins fer ég í brúðkaup hjá e-m nákomnum. Hálfa brúðkaupið er „hálft“ þar sem ég og Valgerður erum einungis að spila í kirkjunni.

Þá er spurningin, what to wear? Er það ekki alltaf spurning?

Fer til Seattle í lok júlí þannig ég vonast til að H&M bjóði mér upp á einhvern fallegan kjól á góðu verði. Ef ekki, þá er netið jú alltaf til staðar. Er svo skotin í djúpbláum og konungsbláum þessa dagana.



Skotin í þessum, sérstaklega þessum efri. Langar svo að vera í maxi kjól...eða midi, það getur líka komið vel út með réttum skóm!

ER

15 July 2012

Time flies when you're having fun

Sumarið líður bara alltof hratt, ég er búin að sannfærast um það. Hvað ætla ég að gera í haust?
Góð spurning. Ég er enn að reyna malla eitthvað gott svar við þeirri spurningu.

En yfir í annað og mun áhugaverðara, viljiði sjá þennan ótrúlega fallega stiga. Whazzaaaap!




Toorak House eftir Robert Mills architects. Sumir gera hlutina bara einfaldlega rétt.

ER

13 July 2012

Útilega

Ein nótt í tjaldvagni?

Hví ekki!


Góða helgi krúttin mín.

Ein rangeygð stígvélamynd í tilefni dagsins, ég kýs að fara ekki langt án þeirra. (Bíð eftir að buddan mín gefi grænt ljós á Hunter stígvél...)

ER

08 July 2012

Minnehaha!

Tiltölulega nývöknuð eftir yndislegt systrastopp í Minneapolis. Við gerðum held ég meira á 1,5 degi en ég hefði nennt að gera á viku (verslunarlega séð...eh). Það var því mjög gott að sofa eftir lendingu í morgun. Myndir voru af skornum skammti sökum lítils tíma en þetta var það sem ég taldi merkilegt:
Jamba Juice í morgunmat. Kynntumst þessu í San Diego hjá Ragnari og Ester og þá var ekki aftur snúið. Mmm!
Búið að skipuleggja mollið frá A-Ö. Let's do this!
Yndislegi ferðafélaginn minn. Uppáhalds þessi!
Nývaknaðar eftir þrumu- og eldingaglaða nótt (þá brosum við eins og sækópatar og erum með lappir úr leir).
Þessi stoppustöð er það fyndnasta sem ég veit. Gat ekki annað en hlegið þegar röddin í lestinni segir: Next stop, Minnehaha (hahahaha).

En í stuttu máli, Minneapolis er borg sem er fínt að hafa komið til, en ég tel ekkert dagana þar til ég fer aftur. Við sáum náttúrulega bara brotabrot en það sem við sáum var mikið af heimilislausu fólki og Ameríkufeitu fólki. Kíktum einnig í Target eftir kvöldmat og það er svipað skrautlegt og Wall*Mart eftir miðnætti...

Ég hef komist að því að af þeim borgum sem ég hef komið til í USA er Boston mín uppáhalds, enginn vafi á því (San Diego fylgir þó fast á hæla hennar).

ER

06 July 2012

Tomorrow, tomorrow, I love you!

6. júlí. Vinna.
Á morgun ætla ég að vinna mér leiðina inn í Minneapolis. Sem sagt, ætla vinna á leiðinni þangað. Hef aldrei komið til Minne (eins og fólkið kallar hana oft í bransanum) og er því mjög spennt. Gleði mín er enn meiri þar sem ég fæ að taka litlu systur með og því verður þetta heljarinnar kósýferð!

Mér sýnist á öllu að við leggjum leið okkar í Mall of America og skipulagsfríkið ég er búin að skella öllum búðunum þar í word skjal, delete-a þeim búðum sem ég þarf ekki á að halda og flokka þær sem ég ætla í, eftir staðsetningu. Var að spá í að flokka þær enn betur eftir tegundum, en þá hvíslaði litla flugan á öxlinni: Róa sig!

Minneapolis, á morgun verð ég þín...




Hvernig er það, er ég nokkuð orðin of gömul í tækin?

Aldrei!

ER

04 July 2012

To buy, or not to buy...

...that's the question!
Í þessu tilfelli...kaupa!

Það hjálpar mér oft að taka mynd af dressinu. Af hverju spegillinn í mátunarklefanum er ekki nóg, er mér hulin ráðgáta. Þetta er náttúrulega brilliant lausn ef þú ert óviss hvort þú eigir að kaupa e-a flík, tekur mynd og meltir hana þegar heim er komið. Svo geturðu farið næsta dag og tekið upp veskið...nú, eða bara ekki.

ER

02 July 2012

New and improved!

Ég er að spá í að gerast gagnrýnandi á hlaupa "öpp" í símann. Grín.

Var að ná í nýtt sem heitir Nike + Running. Prófaði það í kvöld og náði 6,3 km! Hvort það hafi verið appið sjálft, góða skapið, veðrið eða líkamlegt ástand get ég lítið sagt til um, en það kemur ekkert annað til greina en að ég haldi áfram að nota þetta upp í 10 kílómetrana...og svo 21 km...og...nei nú segi ég stopp.

Ég er svo hrikalega ánægð, loksins loksins. Stelpan sem hataði að hlaupa og varð móð upp eina brekku. Þetta er víst hægt eftir allt saman.

Það hefur farið eitthvað lítið fyrir update-i á couch to 10 k appinu sem ég var að nota, en ég tek það með inn á milli. Þar hleypur maður og labbar til skiptis en svo er gott að fara út bara til að hlaupa.

Hvaða tíma dags finnst ykkur best að fara í skokk/hlaup?


ER

Not just any bagel

Svona er kalkúnabeygla í henni stóru Ameríku.
Svo finnst könunum skrítið að þeir séu obese - það er heill kalkúnn þarna á, come on!

ER

01 July 2012

Nota Bene!



Elsku lesendur, þar sem ég er á fullu að leita mér af 3ja herbergja íbúð í höfuðborginni fyrir haustið, þá þætti mér ótrúlega vænt um ef þið heyrðuð af einni slíkri að láta mig vita.